Þriðjudagurinn 5. júlí 2022

Sumartími í ESB-ríkjum: Frakkar ætla að kanna hagkvæmni breytinga á klukkunni


29. mars 2015 klukkan 11:58

Franska ríkisstjórnin ætlar að gera úttekt á gildi þess að taka upp sumartíma og flýta klukkunni um eina stund eins og gert var í löndum ESB aðfaranótt sunnudags 29. mars, síðasta sunnudags í mars. Ségolène Royal. umhverfisráðherra Frakka, boðaði þetta á Twitter-síðu sinni síðdegis laugardaginn 27. mars og brást þannig við óánægju Frakka vegna þessara breytinga á klukkunni en síðasta sunnudag í október er henni seinkað um eina stund – sumar- og vetrartími er lögbundinn innan ESB.

Á Twitter sagði ráðherrann: „Breyting á klukkunni: Frakkar efast um áhrif þess til orkusparnaðar sem er tilgangurinn, ráðuneytið mun sannreyna það. Eftir að ráðuneytið hefur gert úttekt sína á réttmæti breytinga á klukkunni mun það birta niðurstöðurnar vegna ákvörðunar á næsta ári.“

Netkönnun á vegum Le Figaro sýnir að 75% lesenda vefsíðu blaðsins vilja að hætt verði við sumartíma en aðeins 25% vilja halda í hann.

Markmiðið með því að flýta klukkunni um eina stund að sumri er að stuðla að orkusparnaði með því að fella vöku- og vinnutíma fólks betur að gangi sólar og birtu. Umhverfis- og orkusparnaðarstofnun Frakklands bendir á að flestir fari á fætur milli sex og sjö á morgnana, um vetur birti um klukkan 08.00 en um 06.00 á sumrin. Til að dagrenning sé jafnan um klukkan 07.00 er klukkunni breytt segir stofnunin í skýringu sinni. Stofnunin segir að með því að laga klukkuna að birtu megi hafa mikil áhrif á orkunýtingu og útblástur á CO2, árið 2009 hafi mátt spara 440gwh af raforku á þennan hátt og minnka útblástur koltvísýrings um 440.000 tonn. Þetta jafngildi orkunýtingu og útblástri í 800.000 manna borg. Segir stofnunin að þessu markmiði megi ná „með nánast engri fyrirhöfn“.

Í evrópskum fjölmiðlum segir að þessi hugmynd um að breyta klukkunni hefði kannski aldrei komið til sögunnar nema vegna þess að Benjamín Franklín þjáðist af svefnleysi. Hann var sendiherra Bandaríkjanna í París og varð vitni að mannauðum götum borgarinnar snemma á sólbjörtum sumarmorgni. Hann sagði að menn gætu sparað sér ljósmeti með því að fara fyrr af stað á morgnana og ganga fyrr til náða á kvöldin. Georges Vernon-Hudson, vísindamaður á Nýja-Sjálandi, endurvakti hugmyndina einni öld síðar og henni var hrundið í framkvæmd í fyrri heimsstyrjöldinni. Tilgangurinn var að spara kol til almenningsnota svo að meira mætti nota af þeim til hernaðar. Að stríðinu loknu hættu menn að breyta klukkunni en gerðu það að nýju í seinna stríðinu 1939 til 1945. Síðan hófu Ítalir að taka upp sumartíma árið 1966.

Hinn 28. mars 1976 var sumartími innleiddur í Frakklandi í fyrsta sinn. Var það gert sem hluti af áætlun sem bar heitið: Okkur skortir eldsneyti en ekki hugmyndir. Mátti rekja hana til olíuverðhækkana á fyrstu árum áttunda áratugarins. Olli ólíkur tími í Frakklandi og nágrannalöndum ýmsum vandræðum, til dæmis vegna lestarferða. Árið 1998 var ákveðið á vettvangi Evrópusambandsins að þar skyldi vera sumar- og vetrartími.

Það eru ekki allir sannfærðir um gildi rakanna um orkusparnað að baki breytingum á klukkunni. Í Frakklandi starfar L„Association contre l“heure d'été (ACHED) - Samtökin gegn sumartíma. Félagar í þeim sjá ekkert nema vankanta á þessu hringli með klukkuna. Það sé fráleitt að hafa ekki annað en olíu og kol í huga nú á tímum þegar rætt sé um orkunýtingu. Þá hafi ný tegund af ljósaperum leitt til mikils orkusparnaðar. Þá sé ekki unnt að bera saman orkuneyslu nú og áður meðal annars með vísan til þess að loftkælingartæki séu mun algengari nú en þá.

Andstæðingar sumartímans benda einnig á að það hafi slæm áhrif á líkamsstarfsemina að breyta klukkunni. Bent er á að þegar farið sé inn á þetta svið með umræðurnar sé ekki um neina einhlíta niðurstöðu að ræða.

Heimild: Le Figaro

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS