Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur skuldavandi Grikkja til dæmis leitt til opinbers klofnings meðal kristilegra í Þýskalandi.
Þriðjudaginn 31. mars tilkynnti Peter Gauweiler, varaformaður CSU í Bæjaralandi, systurflokks CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, að Grikkland væri „gjaldþrota ríki“ og hann gæti ekki setið áfram á þinginu í Berlín þar sem ekki væri tekið tillit til andstöðu hans við þá samninga sem gerðir hefðu verið við Grikki og reynst hefðu með öllu gagnslausir.
Gauweiler hefur um árbil harðlega gagnrýnt fjárhagslegan stuðning við ofur skuldug ríki á evru-svæðinu. Hann varð varaformaður CSU í nóvember 2013 meðal annars til að friða evru- og ESB-gagnrýnendur innan flokksins.
Hann sagði á vefsíðu sinni að vegna varaformennskunnar hefði hann verið beittur þrýstingi á opinberum vettvangi til að greiða atkvæði gegn samvisku sinni í skuldamálunum. Hann gæti ekki starfað sem þingmaður við þær aðstæður.
Gauweiler gagnrýndi Horst Seehofer, formann CSU, einnig harðlega.
Nýi stjórnmálaflokkurinni Alternative für Deutschland (AfD) sem vill að Grikkir hverfi úr evru-samstarfinu hefur lýst áhuga á samstarfi við Gauweiler og þriðjudaginn 31. mars var honum boðið að ganga í flokkinn.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf
„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.
Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrirgreiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...
Reuters: Bankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fækkað starfsmönnum um 160 þúsund á tveimur árum
Tuttugu og fjórir stærstu bankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fækkað starfsfólki um 160 þúsund manns á síðustu tveimur árum að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtals fækkuðu þessir bankar starfsmönnum sínum um 59 þúsund á síðasta ári.