Stjórnvöld í Osló segja að Evrópusambandið hafi ekkert um það að segja hvað gert sé á norðurslóðum. Þetta segir aðstoðar orkumálaráðherra Noregs, Per Rune Henriksen í viðtali við NTB-fréttastofuna. Hann segir ESB geta sagt það sem því sýnist en það sé sambærilegt við það að Norðmenn tjái sig um kamelgöngur í Sahara-eyðimörkinni.
Tilefni þessara ummæla er samþykkt umhverfisnefndar Evrópuþingsins þess efnis að banna eigi olíuboranir í Norðurhöfum þar til öryggismál séu tryggari en nú er.
BarentsObserver, sem fjallar um málið segir norsk stjórnvöld róleg yfir yfirlýsingum frá Evrópusambandinu. Þær skipti engu máli fyrir Norðmenn.
En jafnframt rekur BarentsObserver ítarlega þau vandamál, sem upp hafa komið vegna olíuborana á norðurslóðum.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússland: Ríkisjárnbrautarfyrirtækið „risastórt viðskiptatækifæri“
Reuters-fréttastofan heldur áfram að birta fréttir og greinar um spillingu í kringum yfirstjórn Rússlands. Hér á Viðskiptavakt EV hefur verið sagt frá stórgróða vina Pútíns vegna sölu á tækjabúnaði til sjúkrahúsa í Rússlandi.
Svíþjóð: Upptaka evru ekki á dagskrá í fyrirsjáanlegri framtíð
Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar og Stefan Löfven, leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð hafa báðir sagt að upptaka evru sé ekki á dagskrá í fyrirsjáanlegri framtíð í Svíþjóð. Þetta kom fram í rökræðum í sænska sjónvarpinu í gærkvöldi. Löfven kvaðst hafa greitt atkvæði með því að taka upp evru árið 2003 en þjóðin hefði sagt nei og málið væri ekkert nálægt því að komast á dagskrá á ný.
Reuters: Um „höll Pútíns“ við Svarta haf
Reuters-fréttastofan er þessa dagana að upplýsa hvernig kaupin gerast á eyrinni í Rússlandi Pútíns. Árið 2005 gaf Pútín, þá forseti eins og nú, fyrirmæli um að endurnýja tækjabúnað á heilbrigðisstofnunum í Rússlandi. Fimm árum síðar komust stjórnvöld að því að verðið á tækjunum var tvisvar til þrisvar sinnum hærra en eðlilegt var.
Credit Suisse viðurkennir saknæmt atferli
Credit Suisse hefur viðurkennt saknæmt atferli í starfsemi sinni að því er fram kemur í New York Times í dag. Frá því var sagt hér á þessum vettvangi fyrir nokkrum dögum að til þess kynni að koma. Blaðið segir að með játningu Credit Suisse liggi ljóst fyrir að enginn stórbanki geti verið viss um að hann verði ekki sakaður um saknæmt atferli.