Þýzka tímaritið Stern hefur birt upplýsingar úr trúnaðargögnum, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið taka saman, þar sem fram kemur að refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi geti þýtt að verg landsframleiðsla Þjóðverja verði 0,9 prósentustigum lægri í ár en ella og 0,3 prósentustigum lægri árið 2015.
Þessar upplýsingar eru hluti af skýrslu sem lýsir áhrifum refsiaðgerða á hvert aðildarríkja ESB fyrir sig.
Áætlað hafði verið að verg landsframleiðsla Þýzkalands mundi aukast um 1,6% á þessu ári og um 2% á næsta ári.
Í skýrslunni kemur fram að mestu áhrifin yrðu ef bannað yrði að flytja inn olíu og gas frá Rússlandi, svo og ýmsar vörur og ef fjárhagslegar tilfærslur frá Rússlandi yrðu frystar.
Nú er talið að um 46% af því gasi sem notað er í Þýzkalandi komi frá Rússlandi og um 37% af olíunni, sem notuð er í landinu.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Rússland: Ríkisjárnbrautarfyrirtækið „risastórt viðskiptatækifæri“
Reuters-fréttastofan heldur áfram að birta fréttir og greinar um spillingu í kringum yfirstjórn Rússlands. Hér á Viðskiptavakt EV hefur verið sagt frá stórgróða vina Pútíns vegna sölu á tækjabúnaði til sjúkrahúsa í Rússlandi.
Svíþjóð: Upptaka evru ekki á dagskrá í fyrirsjáanlegri framtíð
Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar og Stefan Löfven, leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð hafa báðir sagt að upptaka evru sé ekki á dagskrá í fyrirsjáanlegri framtíð í Svíþjóð. Þetta kom fram í rökræðum í sænska sjónvarpinu í gærkvöldi. Löfven kvaðst hafa greitt atkvæði með því að taka upp evru árið 2003 en þjóðin hefði sagt nei og málið væri ekkert nálægt því að komast á dagskrá á ný.
Reuters: Um „höll Pútíns“ við Svarta haf
Reuters-fréttastofan er þessa dagana að upplýsa hvernig kaupin gerast á eyrinni í Rússlandi Pútíns. Árið 2005 gaf Pútín, þá forseti eins og nú, fyrirmæli um að endurnýja tækjabúnað á heilbrigðisstofnunum í Rússlandi. Fimm árum síðar komust stjórnvöld að því að verðið á tækjunum var tvisvar til þrisvar sinnum hærra en eðlilegt var.
Credit Suisse viðurkennir saknæmt atferli
Credit Suisse hefur viðurkennt saknæmt atferli í starfsemi sinni að því er fram kemur í New York Times í dag. Frá því var sagt hér á þessum vettvangi fyrir nokkrum dögum að til þess kynni að koma. Blaðið segir að með játningu Credit Suisse liggi ljóst fyrir að enginn stórbanki geti verið viss um að hann verði ekki sakaður um saknæmt atferli.