Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
31. mar Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
31. mar Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
30. mar Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
30. mar Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...
Grikkland: Einkavæðing Piraeus-hafnar endurvakin - Kínverjar líklegir kaupendur
29. mar Skömmu eftir að stjórn róttækra vinstrisinna, Syriza, tók við völdum í Grikklandi í janúar var tilkynnt að fallið hefði verið frá sölunni á meirihlutaeign gríska ríkisins í Piraeus-höfn skammt utan við Aþenu. Það félli ekki að kosningastefnu flokksins og sósíalískum viðhorfum að einkvæða hafnarrekstur eða opinbera starfsemi á ýmsum öðrum sviðum.
Poroshenko: 80% af starfsliði úkraínsku öryggislögreglunnar 2012 voru njósnarar Rússa
29. mar Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði á fundi með námsmönnum í háskólanum í Kharkov fyrir helgi að á árinu 2012 hefðu 80% meðlima úkraínsku öryggislögreglunnar verið rússneskir njósnarar. Hann sagði að þeir hefðu verið ráðnir til þeirra starfa af rússnesku leyniþjónustunni.
Veruleikaflótti ESB-aðildarflokkanna heldur áfram
28. mar Erna Bjarnadóttir, aðstoðar-framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, tók þátt í ESB-aðlögunarviðræðunum.
Pútín: Aðgerðir Vesturlanda beinast að kosningaárunum 2016 og 2018 í Rússlandi
28. mar Í ræðu Pútíns, Rússlandsforseta á fundi hjá rússnesku leyniþjónustunni sl.fimmtudag, sem sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni, kom fram að þær aðgerðir Vesturlanda, sem hann lýsti þar beindust sérstaklega að árunum 2016 og 2018 en á næsta ári fara fram þingkosningar í Rússlandi og 2018 fara fra...
Spiegel: Þjóðverjar horfa í eigin barm
27. mar Umræður um áhrif Þýzkalands innan Evrópusambandsins halda áfram og ná nú í vaxandi mæli til Þjóðverja sjálfra. Þýzka tímaritið Der Spiegel, fjallar í ítarlegri grein um þessar umræður og stöðu Þýzkalands, sem sumir kalla nú „Fjórða ríkið“ með tilvísun í þriðja ríki Adolfs Hitlers.
Litháen: Ótti við innrás Rússa eykst - leiðbeingum dreift í skólum vegna viðbragða við sprengjuárás
26. mar Í austurríska blaðinu Kurier birtist miðvikudaginn 25. mars frétt um að í Litháen óttuðust menn innrás frá Rússlandi. Vitnað er í Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, sem hafi nýlega krafist þess í Brussel að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu hertar, ekki dygði aðeins að framlengja þær. Það væri með ö...
Noregur: Erna Solberg afþakkar boð til Moskvu 9. maí
26. mar Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs hefur afþakkað boð Rússa um að vera viðstödd hátíðahöld í Moskvu 9. maí n.k. og þar með hersýningu á Rauða torginu í tilefni af því að 70 ár verða liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Frá þessu sagði norska sjónvarpið í gær. Snemma í marz sagði Ser...
Slegið á putta Birgittu - ekkert kosningabandalag á döfinni
25. mar Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, fór fram úr sér fyrir helgi þegar hún boðaði kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna.
25. mar Um síðustu helgi var haldinn í Pétursborg í Rússlandi fundur á vegum alþjóðasamtaka íhaldsmanna (International Conservative Forum). Að sögn euobserver, vefmiðils, sem sérhæfir sig í evrópskum málefnum, voru um 400 manns þátttakendur í fundinum frá 15 löndum. Á fundinum var samþykkt áskorun á Vest...
Merkel og Tsipras leggja sig fram um að lægja öldur og treysta framtíðarsamstarf
24. mar Af fjölmiðlum í Þýskalandi og Frakklandi má ráða að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í Berlín mánudaginn 23. mars hafi verið á vinsamlegum nótum. Merkel hamraði enn á því sama og áður að Grikkir yrðu að leggja fram trúverðugar tillögur um leið ú...
Þýzkaland: Vinstri menn taka undir kröfur Tsipras um stríðsskaðabætur
24. mar Alexis Tsipras mun hitta forystumenn vinstri flokka í Þýzkalandi á fundi fyrir hádegi í dag, þriðjudag, eftir að hafa rætt í fimm klukkustundir við Angelu Merkel í gær. Hann mun fyrst hitta Katja Kipping og Gregor Gysi frá Vinstri flokknum og síðar forystumenn Græningja Cem Özdemir og Simone Peter.
Samfylkingin: Guðmundur Andri á bekk endurskoðunarsinna
23. mar Landsfundur Samfylkingarinnar sem spáð var að yrði með afbrigðum daufur og bragðlaus vegna skorts á átökum um menn og málefni breyttist í jarðsprengju sem skilur flokkinn eftir í tætlum – vegna átaka milli manna og málefnalegrar upplausnar.
Rússneskur þingmaður: Við höfum meiri rétt til Krímskaga en Bretar til Falklandseyja
23. mar Alexei Pushkov, formaður utanríkisnefndar rússneska þingsins segir að Rússar hafi meiri rétt til yfirráða á Krímskaga en Bretar á Falklandseyjum. Þetta sagði Pushkov á Twitter þar sem hann svaraði athugasemdum Philip Hammond,utanríkisráðherra Breta vegna Úkraínu.
22. mar Landsfundur Samfylkingarinnar ályktaði hinn 21. mars 2015 um ESB-mál á þann veg sem aldrei hefur verið gert áður frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2000. Í ályktuninni nú segir að Samfylkingin vilji að Íslendingar fái, sem fyrst, að taka um það ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarvið...
Donald Tusk: Sífellt erfiðara að halda samstöðu ESB-ríkja um refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi
22. mar Donald Tusk, hinn pólski forseti ráðherraráðs ESB sagði í fyrradag, föstudag, að það yrði sífellt erfiðara að halda samstöðu meðal hinna 28 aðildarríkja ESB um refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna Úkraínu.
Steingrímur J. segist á báðum áttum um hvort ræða eigi áfram við ESB
21. mar Í umræðum um munnlega skýrslu utanríkisráðherra um stöðuna gagnvart Evrópusambandinu sem fram fóru á alþingi þriðjudaginn 17. mars beindi Birgir Ármannsson (S), formaður utanríkismálanefndar alþingis, þeirri spurningu til Steingríms J. Sigfússonar (VG) hvort hann teldi það „ferðarinnar virði að hald...
Rússar vara við „neikvæðum áhrifum“ frá Finnlandi í Karelíu
21. mar Nikolay Patrushev, forstöðumaður öryggismálaráðs Rússlands kom í heimsókn til lýðveldisins Karelíu (sem er hluti af Rússlandi) sl.fimmtudag og varaði þar við neikvæðum áhrifum frá Finnlandi. Hann sagði: "Í ljósi vaxandi and-rússneskra umræðna á Vesturlöndum hafa aðgerðir þjóðernissinna og endursk...
Formannsátökin í Samfylkingunni snúast ekki um ESB-ákafa heldur milda leið úr ESB-ógöngunum
20. mar Tekist er á um formennsku í Samfylkingunni föstudaginn 20. mars eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður ákvað í skyndi að bjóða sig fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni. Ákvörðun um framboð var tekin klukkan 17.00 fimmtudaginn 19. mars vegna þrýstings og óánægju með formanninn. Að kvö...
Norski olíusjóðurinn á hluti í rússneskum bönkum sem refsiaðgerðir beinast að
20. mar Norski olíusjóðurinn á hluti í rússneskum bönkum, sem refsiaðgerðir Vesturlanda beinast að. Þetta kemur fram á lista sem norska blaðið Dagens Næringsliv hefur tekið saman um fjárfestingar sjóðsins. Meðal þeirra banka í Rússlandi, sem hafa verið beittir refsiaðgerðum eru Sberbank og VTB Bank. Norðmenn eiga 0,69% í hinum fyrrnefnda og 1,78% í þeim síðarnefnda.
Frakkland: Tillaga um að lögfest verði lágmarksþyngd sýningarstúlkna
19. mar Fyrir franska þinginu liggur nú tillaga sem miðar að því að banna of grönnum konum að koma fram sem tískusýningarstúlkur. Gerð verði krafa um lágmarksþyngd fyrirsæta.
Tsipras hittir forystumenn ESB í Brussel í kvöld
19. mar Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands hittir helztu forystumenn ESB að máli í Brussel í kvöld, þau Angelu Merkel, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnarinnar, Mario Draghi, aðalbankastjóra Seðlabanka Evrópu, Hollande, forseta Frakklands og Donald Tusk forseta ráðherraráðs ESB. Á...
18. mar Rússneskir fallhlífarhermenn frá Ivanovo-hersveit flughersins stukku í fyrsta sinn til jarðar á Novaja Zemlja og Franz Josef landi í Norður-Íshafi miðvikudaginn 18. mars segir í frétt rússneska varnarmálaráðuneytisins. Var þetta liður í allsherjaræfingu rússneska Norðurflotans sem hófst fyrirvaralau...
Politico ætlar að taka mál í Brussel sömu tökum og vefsíðan hefur gert í Washington
18. mar Politico er tímarit og öflug vefsíða í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, þar sem blaðamenn skrifa um stjórnmál, strauma og stefnur í Bandaríkjunum.
DT: Gjaldeyrishöft í Grikklandi?
18. mar Grikkir neituðu að ræða framkvæmd skuldbindinga sinna á símafundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær, þriðjudag. Þeir vilja að mál þeirra verði rædd á leiðtogafundi ríkjanna í næstu viku. Haft er eftir embættismanni hjá ESB að sögn Daily Telegraph, að það sé síðasta hálmstrá Grikkja.
Ógöngum Grikkja á evru-svæðinu ekki lokið - leiðtogar evru-ríkja ráðalausir
17. mar Óvissan um stöðu Grikklands á evru-svæðinu eykst frekar en minnkar eins og neðangreind samantekt á vegum hugveitunnar Open Europe að morgni þriðjudags 17. mars sýnir: Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði á blaðamannafundi mánudaginn 16. mars: „Nýja gríska ríkisstjórnin hefur að ný...
Gera Rússar innrás í Litháen frá Kaliningrad?
17. mar Litháar óttast rússneska innrás. Stjórnvöld þar hafa lagt fyrir þingið tilögu um herskyldu. Verði hún samþykkt verða 3000 ungir menn á aldrinum 19-26 ára kallaðir til herþjónustu. Til staðar er 15 þúsund manna herlið.
16. mar Fyrsta embættisverk Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta eftir að hann birtist opinberlega að nýju mánudaginn 16. mars eftir 10 daga fjarveru var að skipa Norðurflota Rússlands á Kólaskaga við austurlandamæri Noregs að fara í allsherjar viðbragðsstöðu til skyndiæfingar. Á norsku vefsíðunni BarentsObs...
Donald Tusk: Hugmyndir Camerons um breytingar á sáttmálum ESB nánast óframkvæmanlegar
16. mar Donald Tusk, forseti ráðherraráðs ESB segir að hugmyndir David Camerons, forsætisráðherra Bretlands um breytingar á sáttmálum Evrópusambandsins séu nánast óframkvæmanlegar. Engu að síður segir Tusk að hann muni veita Cameron einhverja aðstoð í þeirri viðleitni hans.
Pólland: Fólki fjölgar í skotfélögum vegna ótta við yfirgang af hálfu Rússa
15. mar Nú er svo komið að fólk streymir í skotfélög í Póllandi og tekur þar þátt í þjálfun með skotvopn og æfingum.
Kammenos sakar Schauble um sálfræðilegan hernað gagnvart Grikkjum
15. mar Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, sakar Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands um að heyja sálfræðilegan hernað gegn Grikklandi. Hann segist ekki skilja hvers vegna Schauble gagnrýni Grikki á hverjum degi með nýjum yfirlýsingum. Þetta kemur fram í samtali ráðherrans við þýzka dagblaðið Bild.
Pierre Moscovici: Brottför Grikkja gæti orðið upphafið að endalokunum
14. mar Pierre Moscovici, fyrrum fjármálaráðherra Frakka, sem nú vinnur að sérstökum málum á vegum Frakklandsforseta, sem varða samstarf Evrópuríkja segir í viðtali við Der Spiegel, að brottför Grikkja af evrusvæðinu yrði hörmulegur atburður, bæði fyrir Grikki og evruríkin í heild.
Viðbrögð forystumanna stjórnarandstöðunnar vegna bréfs utanríkisráðherra
13. mar Katrín Jakobsdóttir, formaður VG segir um bréf Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra til ESB í Morgunblaðinu í dag: "Mér sýnist þarna ríkisstjórnin vera að brjóta ákveðna stjórnskipulega hefð sem er að þegar Alþingi hefur samþykkt einhverja stefnumótun í utanríkismálum þá verður að leita t...
Grikkir segja Þjóðverjum kalt stríð á hendur - segjast eiga inni óuppgerðar stríðsskaðabætur
12. mar Strax eftir að Grikkir tóku að glíma við skuldavandann á árinu 2010 hreyfðu grískir stjórnmálamenn því að rétt væri að gera kröfur á hendur Þjóðverjum vegna tjóns sem nazistar hefur valdið grísku þjóðinni.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...